14.10.2008 | 20:59
Var ekki búið að kjósa um þetta...
Er þetta rétti tíminn til að koma með svona tillögu. Menn eru hræddir og mikil óvissa ríkir og þar af leiðandi taka menn ekki alltaf réttar ákvarðanir. Menn kusu um þetta ekki fyrir svo löngu og þá var ákveðið að fara ekki í framkvæmdir, m.a. vegna umhverfisþátta. Á núna bara að henda því út um gluggan af því að illa árar hjá okkur. Hvernig ætlum við þá að selja þróunarlöndum þá hugmynd að þær verði að fara sér hægt í iðnvæðingu þar sem það mengi svo mikið og það muni bæta á þann vanda sem við þegar stöndum fyrir hvað varðar gróðurhúsaáhrif. 'Þið verðið bara að lifa undir hungurmörkum og taka það á ykkur meðan við bætum okkar kjör á kostnað umhverfisins'.
Mikið af því fólki býr við mikið verri kjör en við munum nokkru sinni búa við, svo ekki henda öllum okkar sjónarmiðum um umhverfi okkar um borð þó illa standi þessa stundina, allavega ekki að gera það í flýti og meðn fólk er hrætt.
Vilja viðræður um stækkun Straumsvíkurálvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ívar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar